Viltu æfa um hátíðirnar? Við bjóðum nú upp á tímabundinn lyklaaðgang á sérstöku jólaverði meðan lokað er í stúdíóinu 20. des - 6. jan.
- Fyrir þau sem vilja æfa utan opnunartíma.
- Nemandi þarf að hafa tekið amk 3 námskeið hjá Eríal og starfsfólk metið það svo að nemandi sé hæf/ur til að æfa á eigin vegum.
- Nemandi hittir starfsmann hjá Eríal þar sem farið verður yfir öll öryggisatriði í stúdíóinu. Þú lærir meðal annars að opna og loka stúdíóinu, setja upp aerial áhöld eða setja á spin og static.
- Æfingar í Stúdíóinu eru á eigin ábyrgð og þarf nemandi að skrifa undir skilmála Eríal Pole áður en hann fær aðganginn.