-
Ert þú að fara að gæsa/ steggja í haust? Hóptímar í Eríal Pole eru frábær skemmtun! Við tökum vel á móti gæsahópum, steggjahópum, vinahópum og vinnuhópum! Allir tímarnir eru ætlaðir fyrir byrjendur og geta því allir verið með! Við höfum margra ára reynslu á því að taka hópa svo við lofum ykkur góðri skemmtun, sjóðheitum myndum og fullt af hlátri! Pole hópskemmtun tilvalið fyrir Gæsa og Steggja hópa. Lærðu fyrstu stöðurnar og snúningana í súludansi! Tíminn er skemmtileg blanda af Pole Fitness og Pole Dance, þar sem þið munið læra sjóðheit danspor og flotta snúninga í kringum súluna! Svo bjóðum við gæsinni/steggnum að vera með smá sýningu fyrir hópinn sem er skemmtilegt að taka upp (jafnvel sýna í brúðkaupinu!). Svo í lok tímans eru teknar hópmyndir sem er alltaf mjög vinsælt! Silki hópskemmtun tilvalið fyrir Gæsa og Steggja hópa. Lærðu fyrstu skrefin og pósurnar í silkinu! Tilvalið fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt! Í silkinu munum við gera læra að klifra upp silkið og gera fallegar og seiðandi pósur í loftinu og jafnframt fara á hvolf! Svo bjóðum við gæsinni/steggnum að vera með smá sýningu fyrir hópinn sem er skemmtilegt að taka upp (jafnvel sýna í brúðkaupinu!). Í lok tímans eru teknar hópmyndir sem er alltaf mjög vinsælt! Sendu okkur fyrirspurn núna á erial@erial.is eða hafðu samband með því að setja í körfuna og fylla út upplýsingarnar (ath engin greiðsla á sér stað). Við svörum þér við fyrsta tækifæri og hlökkum mjög til að heyra í þér! Verið velkomin í nýja stúdíóið okkar að Hallgerðargötu 23, 105 Rvk!