Description
- ÁBYRGÐARSKILMÁLAR fyrir lyklaaðgang hjá Eríal.
Ég stunda æfingar alfarið á eigin ábyrgð og fyrri Eríal Pole allri lagalegri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir, sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfu Eríal Pole, eigendum eða starfsmönnum þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er á minni eigin ábyrgð þegar ég æfi hjá Eríal Pole og ber ábyrgð á munum mínum. Ég afsala mér öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Eríal Pole eða þjálfurum/eigendum vegna meiðsla, veikinda eða slyss sem ég gæti orðið fyrir á æfingum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að iðkun allrar líkamsræktar getur falið í sér hættu á meiðslum og slysum.
Reglur:
- Mjög mikilvægt: Passa að læsa útidyrahurðum. ATH. ef gleymist að læsa hurðinni í eitt skipti þurfum við að hætta alfarið að vera með lyklaaðgang.
- Heimilt er að æfa í stúdíóinu frá 8:00 að morgni til 22:00 þegar engir tímar eru í stúdíóinu. Ekki þarf að panta tíma (eins og er).
- Mikilvægt að vera ekki með tónlist of hátt stillta og notum heyrnartól ef fleiri en einn eru á sama tíma í stúdíóinu.
- Gestir eða áhorfendur eru ekki leyfðir.
- Gakktu frá stúdíóinu eins og þú vilt koma að því: Sprittaðu áhöld (Súlu/Lyru) og dýnur eftir notkun. Gakktu frá dýnum, æfingatækjum og rusli áður en stúdíóið er yfirgefið.
- Það er stranglega bannað að fara í afgreiðsluna. Ekki máta skó eða fatnað nema það sé starfsmaður eða þjálfari á staðnum.
- Öll kennsla sem ekki er á vegum Eríal Pole er stranglega bönnuð og varðar við brottrekstur.
- Kóðinn þinn er alfarið á þinni ábyrgð. Þú þarft að passa að enginn hafi aðgang að honum. Ef þig grunar að einhver hafi fengið aðgang að kóðanum þínum þarftu að láta vita svo við getum látið þig fá nýjan kóða.
- Hafðu læst á meðan þú ert að æfa.
- Passaðu að reyna ekki við trikk sem þú ert ekki tilbúin fyrir. Notaðu dýnu.
- Mundu að þú æfir á eigin ábyrgð.
Ég staðfesti hér með að ég hef kynnt mér reglur lyklaaðgangs og samþykki þær. Ég tek ábyrgð á eigin æfingum og hef fengið upplýsingar sem varða öryggismál í stúdíóinu.