Description
(English below)
Fimmtudaginn 17. apríl
12:00 – 13:45 | DOUBLE TROUBLE – POLE
Síðast var svo gaman að við höfum ákveðið að halda þetta workshop aftur! Í þessum doubles tíma eru tveir nemendur saman á einni súlu! Hefjum tímann á upphitun með félaga, svo muntu læra ný trikk sem þú og félaginn þinn gerið saman. Þið munið einnig læra að sameina kunnuleg trikk á nýjan hátt. Endum svo tímann á að teygja saman. Þú getur annað hvort skráð þig með vin eða vinkonu eða komið stök/stakur og við pörum ykkur saman. Þessi tími er fyrir miðstigs- og framhaldsnemendur sem komast á hvolf á súlunni. ATH. Tíminn er 1h+45 mín (105 mín) og lágmarksfjöldi eru 6 iðkendur.
Kennarar eru Brimrún og Kamilla
14:00 – 15:15 | POLE STRAP
Pole strap er algjör nýjung hjá okkur! Pole strap er ól sem við festum ofarlega á súlunni sem gerir okkur kleift að framkvæma alls konar trikk í loftinu og dansa í kringum súluna á glænýjan hátt! Ólin gerir líka erfiðar hreyfingar aðgengilegri og hægt að bæta við trikk sem við þekkjum nú þegar. Tíminn er fyrir miðstigs- og framhaldsnemendur sem eiga auðvelt með að gera snúninga á snúningssúlu og einnig komast á hvolf.
Kennari er Kamilla
15:30 – 17:00 | STAGE VIXEN
Learn how to mesmerize an audience and make your dancing more impactful! This workshop focuses on bringing emotion and intentionality to a routine and getting comfortable with freestyling in front of other people, focusing on making the most out of the moves you already know. This is a sensual style workshop based on the style of dance that is used in strip clubs and includes floorwork and pole sequences. Basic level of pole dancing required, heels and knee pads are optional but recommended.
Kennari er Neyta
Laugardaginn 19. apríl
12:00 – 13:15 | HAMMOCK FLÆÐI
Í þessum tíma læra nemendurnir saumlausa og flæðandi rútínu í silkilykkjunni (silkihammock) sem hægt er að aðlaga að mismunandi getustigi. Þessi tími er fyrir þau sem elska fallegt flæði og hafa grunnfærni á súlu eða öðru loftfimleikaáhaldi. Við förum yfir snúningstækni (þau sjóveiku þurfa ekki að hafa áhyggjur), einfaldar stöður með báða fætur á jörðu og flóknari stöður þar sem við vefjum okkur inn í silkið og snúum okkur á hvolf. Við brjótum rútínuna upp í smærri hluta sem eru settir saman í lokin. Gott er að mæta í aðsniðnum fötum sem hylja vel handakrika, bak og maga.
Kennari er Lilja
13:30 – 15:00 | LYRA DOUBLES
Í þessum workshop tíma munum við læra “doubles” trikk í hringnum og búa til fallega rútínu með þeim. Þetta getur verið skemmtilegt verkefni fyrir þig og vin/vinkonu þína, en þú getur líka mætt stök/stakur og við munum para ykkur saman.
Tíminn er ætlaður öllum stigum, þar á meðal sterkum byrjendum og nemendum sem venjulega æfa á öðru áhaldi. Við mælum með að koma í síðum leggings og bol sem hylur maga, bak og handakrika.
Kennari er Zuzana
15:15 – 16:30 | HOOP IN HEELS
Lærðu að gera fallegar stöður og hreyfingar í hringnum – nema í þetta skipti í hælum! Byrjum á góðri upphitun og gerum sérstakar æfingar til að styrkja ökklana og fæturna. Við förum í frekar einfaldar stöður í tímanum en það verður allt sett saman í flæði. Þetta er tilvalinn tími fyrir þau sem hafa allavega einhverja reynslu í loftfimleikum og líður vel með að snúast létt í hringnum, auk þess að hafa reynslu á að ganga í háum hælum. Við erum með hæla til sölu og leigu í afgreiðslunni ef þú átt ekki þína eigin.
Kennari er Zuzana
Mánudaginn 21. apríl
12:00 – 13:15 | Ayesha: Handspring, Deadlift, Iron X
Uppáhalds trikk margra súluiðkenda: ayesha! Í þessum tíma munum við fara vel yfir þessa stöðu og tæknina skref fyrir skref hvernig á að komast þangað. Auk þess lærir þú styrktaræfingar sem þú getur gert á súlunni (og án súlu) sem munu nýtast þér í þinni vegferð að ayesha. Ef þú getur nú þegar gert ayesha færðu leiðbeiningu hvernig þú getur bætt við stöðuna og jafnvel farið að æfa X flaggstöðuna. Þessi tími er fyrir alla sem hafa náð amk Inverted D á súlunni.
Kennari er Kamilla
13:30 – 14:45 | Flying Pole
Taktu súlutrikkin á næsta stig og upp í loft! Flying pole er súla sem hangir í loftinu (í staðinn fyrir að vera föst uppi og niðri) og gjörbreytir upplifuninni á súlunni!
Við eigum þrjár flying pole súlur: tvær sílikon og eina stálsúlu þannig að þú getur annað hvort verið í venjulegum pole fatnaði eða leggings. Tíminn er fyrir nemendur sem eru öruggir með að fara á hvolf, hanga á hnésbótinni (leg hang) og snúast á snúningssúlu.
Kennari er Kamilla
15:00 – 16:15 | Handstands
Í þessari vinnusmiðju munum við einblína á tækni og styrkingu fyrir handstöður, engar forkröfur eru gerðar fyrir skráningu og æfingar verða skalaðar að þínum styrk og þörfum.Ef handstöður eru á 2025 markmiðalistanum þínum þá er þetta rétti staðurinn fyrir þig!
Kennari er Þórunn
Tímar eru 75 mínútur (nema Double Trouble sem er 105 mín)
Klippikort, áskrift, og mánaðarpass gildar ekki á þessar workshops.
ATH: Námskeið fellur niður ef færri en 4 skráningar berast (6 fyrir Double Trouble).
Thursday 17. April
12:00 – 13:45 | DOUBLE TROUBLE – POLE
Last time was so much fun, we’ve decided to do it again! In this doubles workshop, we’ll combine some familiar moves in not-so familiar ways so two people can be on the pole at the same time. We’ll get up close and personal, starting the class with some partner warm-ups and conditioning, and ending with partner stretches. Come alone or with your pole bestie and learn some fun and funky poses and tricks for two. Intermediate and up, inverts required. (Note: This workshop is 1,75 hours and needs 6 participants to proceed.)
Taught by Brimrún and Kamilla
14:00 – 15:15 | POLE STRAP
And now for something completely different: the pole strap is a special apparatus attached to a spinning pole that will allow us to perform a wide variety of flying tricks and dance around the pole in a whole new way! We will learn some ways to make difficult moves more accessible, add extra flair to moves to moves we already know, and learn moves only possible with this device. Intermediate level and up, should be comfortable spinning and able to invert.
Taught by Kamilla
15:30 – 17:00 | STAGE VIXEN
Learn how to mesmerize an audience and make your dancing more impactful! This workshop focuses on bringing emotion and intentionality to a routine and getting comfortable with freestyling in front of other people, focusing on making the most out of the moves you already know. This is a sensual style workshop based on the style of dance that is used in strip clubs and includes floorwork and pole sequences. Basic level of pole dancing required, heels and knee pads are optional but recommended.
Taught by Neyta
Saturday 19. April
12:00 – 13:15 | HAMMOCK FLOW
In this class the students will learn a seamless and flowing routine in the hammock. The class is suitable for anyone who loves a pretty flow and has some basic skills on pole or another aerial apparatus. We will cover spin techniques (those with a tendency for seasickness need not worry), some simple but beautiful poses with both feet on the floor, as well as more complicated tricks where we wrap the silk around us and turn the world upside down. We will break the routine down into smaller parts that all come together in the end. We recommend wearing close-fitting clothes that cover the torso and armpits.
Taught by Lilja
13:30 – 14:45 | LYRA DOUBLES
During this workshop we will learn accessible lyra doubles moves and create a pretty routine with them. This can be a fun activity for you and your aerial bestie, but you can also attend on your own and we will pair people together.
Class is aimed at all levels including strong beginners and students usually practicing on a different apparatus.
Make sure to wear long leggings (if your skin is sensitive, you might even wear 2 layers), socks and have your lower back covered.
Taught by Zuzana
15:00 – 16:15 | HOOP IN HEELS
When worlds collide! Add some style to your lyra practice and learn some beautiful moves that can be performed in heels. We’ll start with a good warm-up and some high heel-specific conditioning to keep our feet strong, then put together some simple moves in a beautiful flow. It would be beneficial to have experience in some aerial discipline and being comfortable with a gentle spin. We strongly recommend a long pair of leggings as a knee hang on the hoop (Delilah) will be used in the routine. Some lyra experience is ideal, as is experience being in heels (preferably Pleasers). We have heels for rent if you don’t have your own.
Taught by Zuzana
Monday 21. April
12:00 – 13:15 | Ayesha: Handspring, Deadlift, Iron X
It’s everyone’s favourite split-grip pose: ayesha! Wherever you are in your ayesha journey, from Inverted D and onwards, we’ll first break down how to get comfortable in the position before we push our limits and see how far we can take it. You’ll learn conditioning moves that you can take with you to strengthen yourself on and off the pole, and techniques to get you to the next step in your journey. If you have your inverted D, you have the skills for this workshop.
Taught by Kamilla
13:30 – 14:45 | Flying Pole
Take your pole dancing to the next level: off the ground! The flying pole, or aerial pole, is rigged off the ground for a completely different dancing and fitness experience. We’ll learn some basic mechanics, how your regular pole skills will transfer to the flying pole, and how this is different from any other aerial apparatus. You should be comfortable with inverts, leg hangs, and spinning. We have 2 silicone and 1 stainless steel flying pole, so you can either wear normal pole attire or leggings.
Taught by Kamilla
15:00 – 16:15 | Handstands
In this workshop we will focus on the technique and strength building for handstands; being able to do a handstand is not a requirement for the workshop, and exercises will be scaled to fit each students’ ability and needs. If handstands are on your 2025 goal list then this is the place to be!
Taught by Þórunn
Classes will last 75 minutes (except for Double Trouble which is 105 minutes)
Clip cards, subscriptions, and monthly cards are not valid payment options for these workshops
Note: a class will be cancelled if it receives fewer than 4 registrations (6 for Double Trouble)
Reviews
There are no reviews yet.