Árskort: kr. 206.000
5x tíma klippikort að andvirði 15.900 fylgir með!
Aðgangur að frjálsum tímum fylgir með!
Fáðu afslátt af heilu ári af námskeiðum! Þetta kort hentar vel þeim sem vilja æfa af fullum krafti og fá námskeiðin á lægra verði!
Árskortið gildir í 12 mánuði og nær yfir 8 námskeiðatímabil. Hvert námskeið stendur yfir í 6 vikur og hægt er að velja um að skrá sig á eitt námskeið sem er 2x í viku eða tvö námskeið sem eru 1x í viku.
Það eru 2 valmöguleikar fyrir árskorthafa
- Korthafi fær fast pláss á námskeiði. Frábært fyrir þau sem vita að þau vilja bara vera skráð á sama námskeiðið og mögulega færa sig upp um námskeið þegar að því kemur.
- Korthafi fær inneign sem korthafi getur ráðstafað að vild til að skrá sig sjálf/ur á þau námskeið sem þau vilja vera skráð á hverju sinni. Hér er meira frelsi til að skipta um námskeið, taka 2 námskeið í einu eða taka sér pásur.
Láttu okkur vita í athugasemd hvorn valmöguleikan þú vilt velja.