Það getur komið fyrir að stakir tímar falli niður. Við gerum okkar besta til þess að sjá til þess að þetta gerist sem sjaldnast.
Helstu ástæður þess að tímar geta fallið niður eru eftirfarandi:
1. Lágmarks fjöldi skráninga náðist ekki í tímann 1-2 tímum áður en hann hefst er hann felldur niður. Þess vegna er mikilvægt að skrá sig tímanlega í þá tíma sem þú vilt mæta í.
2. Þjálfari forfallast vegna veikinda eða af öðrum ástæðum og ekki var hægt að útvega forfallakennara.
3. Aðrar ástæður gætu verið lokun vegna veðurs eða að tími felldur niður til þess að halda workshop með gestaþjálfara.
Ekki er rukkað fyrir né tekinn tími af kortum fyrir þá tíma sem falla niður.
Ef tími fellur niður sendum við tölvupóst úr kerfinu til þess að tilkynna þeim sem voru skráð/ir í tímann.
Athugið samt að til þess að fá þessar tilkynningar þarf að vera hakað við “Reminders and schedule changes – Email” á aðgangnum ykkar.