English below!

Reglur Eríal Pole og mannasiðir í tímum 

  • Fjarlægðu alla skartgripi sem hægt er að fjarlægja og gætið þess að rennilásum og öðrum fatnaði sem gætu rispað/skemmt súluna/silkið/lyruna
  • Sýndu öðrum nemendum og þjálfurum virðingu og góðvild. Ef einhver í tímanum gerir eitthvað til að valda þér óþægindum, vinsamlegast hafðu samband við þjálfarann ​​þinn eða eigendurna, þar sem við tökum þessi mál alvarlega.
  • Mætum tímanlega. Ef þú mætir seint, fáðu þjálfarann til að sýna þér hvað þú getur gert til þess að hita upp. Upphitunin er mikilvægur hluti af æfingunni og kemur í veg fyrir meiðsli sem geta hlotist af því að hoppa beint á tækið ef maður sleppir upphitun. 
  • Bíðið frammi þangað til þjálfarinn hleypir ykkur inn í sal, sérstaklega þegar verið er að endurstilla herbergið fyrir annað áhald (súlu/silki/lyru).
  • Berum virðingu fyrir stúdíóinu og göngum vel um og förum vel með aðstöðuna. 
  • Fylgjast með og ekki tala þegar þjálfarinn er að útskýra eða sýna eitthvað.  
  • Þrífðu súluna í lok tímans og ekki skilja eftir klessur af gripefni á henni fyrir næstu manneskju. (spreyja í tuskuna en ekki á súluna svo gólfið verði ekki sleipt)  
  • Gættu hreinlætis og verum í hreinum fötum.  
  • Láttu þjálfarann vita ef þú ert með einhver meiðsli eða annað sem gæti háð þér á æfingum.  
  • Hrósaðu manneskjunni við hliðina á þér. Hvetjið hvort annað áfram!  
  • Ef þú ert ekki þjálfarinn í tímanum þá skalt þú ekki reyna að kenna eða leiðrétta aðra nemendur. Þó þú viljir hjálpa til þá er þetta vanvirðing við þjálfarann sem er með tímann og það er ekkert víst að hinn nemandinn vilji hjálp frá þér. Ef þú veist um eitthvað sniðugt atriði sem gæti hjálpað til við að ná einhverju trikki er í lagi að deila því með hópnum en ekki vera að kenna og leiðrétta óumbeðin. ATH: Aldrei snerta annan nemanda eða þjálfara án samþykkis!
  • Gerum það sem þjálfarinn setur fyrir.  Það getur vel verið að þú kunnir það og hafir gert oft áður en það má alltaf æfa sig betur. Æfðu hvert trikk oftar en einu sinni og á báðum hliðum þótt þú sért búin/nn að læra það því æfingin skapar meistarann. Ef þér er illt eða eitthvað annað er að, láttu þjálfarann vita og hann getur þá hjálpað þér eða sýnt þér eitthvað annað sem þú getur æft í staðinn.   
  • Vertu í viðeigandi klæðnaði fyrir tímann. Nærföt eru ekki viðeigandi klæðnaður.  
  • Myndatökur og video í tímum. Taktu myndir þegar það er frjáls tími og ekki tefja kennsluna með myndatökum. Passaðu að það séu ekki aðrir nemendur í bakgrunninum nema spurja þá leyfis.  
  • Ef þú treystir þér ekki til að gera einhverja æfingu fáðu þá þjálfarann eða einhvern annan til að spotta þig og hjálpa þér. Ekki taka áhættuna á því að detta.  
  • Ekki einoka þjálfarann og biðja stöðugt um hjálp. Þú ert ekki ein/nn í tímanum. Við reynum að ganga alltaf hringinn og hjálpa öllum. Bíddu þangað til að röðin kemur að þér.  
  • Hafðu gaman af því að æfa. Gleðstu yfir því sem þú getur betur en þegar þú byrjaðir og láttu það ekki á þig fá þó þú náir ekki einhverju eins fljótt og þú myndir vilja. Við erum öll misjöfn og náum framförum á mismunandi hraða.  
  • Ekki hafa drasl í kringum þig þar sem við æfum. Reyndu að hafa hjá þér það sem þú þarft að nota í tímanum.

Rules and Conduct at Eríal Pole

  • Remove all removable jewelry and refrain from wearing metal clothing items that could scratch the poles or damage the silks. 
  • Treat other students and teachers with respect and kindness. Encourage each other! Positivity goes a long way. If you see or experience anyone violating this rule, let your instructor or the owners know and we will deal with it. 
  • Wait at the front until your trainer welcomes you into the room. Respect the previous class’s cooldown time, and try to talk quietly at the front of the room while another class is in session.
  • Arrive on time. If this is not possible, let your instructor advise you on how to properly warm up. The instructor reserves the right to deny entrance if you’re more than 10 minutes late.
  • Take care of your hygiene and wear clean clothes. We’re in close quarters here!
  • Never touch someone without their consent! And remember: consent can be withdrawn at any time.
  • Take videos! They’re encouraging evidence of progress. When photographing or filming, ask those around you who may be in your shot if they’re okay with it, including the instructor. If posting, censor others out or ask for permission.
  • Please bring your own cloth for cleaning equipment after class. (If you forget, we have some to borrow at reception or you can purchase your own). Use the provided disinfectant and wipe off all items that you touch.
  • Train both sides! And practice makes progress.
  • Use the crashmats! If you feel unsafe attempting a trick, don’t be afraid to ask for a spot.
  • If you are not teaching the class, let the instructor teach. Listen and be respectful. You can help your neighbour if they ask or need a spot, but refrain from giving unsolicited advice.