Pole Expo í Las Vegas er einn stærsti, fjölbreyttasti og mest spennandi viðburður í súluheiminum í dag. Pole Expo eru fjórir heilir dagar af námskeiðum hjá stærstu nöfnunum í bransanum, pole classic keppni, sýningar, fyrirlestrar, vörusýningar og fleira.
Við Anna Lóa, Eva Rut, Monika og Tanja hjá Eríal Pole erum alveg að missa okkur úr spenningi og tilhlökkun yfir því að vera á leiðinni á þennan geggjaða viðburð sem verður haldinn 4.-7. september næstkomandi.
Við getum ekki beðið eftir því að læra nýja hluti og koma aftur heim stútfullar af visku og miðla áfram til nemenda okkar í Eríal Pole í vetur.
Meðal þeirra sem við munum fara á námskeið hjá eru Marlo Fisken, Natasha Wang, Anastasia Skukhtorova, Marion Crampe, Bendy Kate, Carlie Hunter, Steven Retchless og Alethea Austin svo lengi mætti telja.
www.poleexpo.com