Takið myndir þegar það er frjáls tími og ekki tefja kennsluna með myndatökum og passið að það séu ekki aðrir nemendur í bakgrunninum nema spurja þá leyfis.
Við mælum klárlega með að taka myndir eða myndbönd til þess að fylgjast með árangrinum ykkar hvort sem það er fyrir ykkur sjálf eða til þess að deila á samfélagsmiðlunum ykkar. Okkur þjálfurunum þykir líka ótrúlega gaman að fá að fylgjast með og við hvetjum ykkur til þess að merkja myndirnar/myndböndin ykkar með #erialpole og @erialpole svo við getum séð þau :)