Polefit open keppnin var haldin þann 7. apríl síðastliðinn. Við þökkum fyrir frábæra sýningu og erum að springa úr stolti yfir því hvað stelpurnar okkar stóðu sig vel og óskum jafnframt öllum keppendum til hamingju með árangurinn!

Fyrir hönd Eríal Pole tóku þátt þær, Lára Björk Bender, Ragnheiður Freyja, Dorthy Lísa Woodland, Guðbjörg Guttormsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir.

Mjótt var á mununum og lentu þrjár þeirra í sæti. Lára hlaut 3. sæti í afreksflokki, Ragnheiður 2. sæti í framhaldsflokki og Lísa 3. sæti í framhaldsflokki. Stelpurnar sömdu allar atriðin sín sjálfar frá grunni. Keppnin var hörð og þátttakendur mjög efnilegir.

polefit-framhald

Framhald – Advanced Pole Fit
1. Karen Sif – 35.5 stig
2. Ragnheiður – 35 stig
3. Lísa – 31.5 stig

polefit-afreksfl

Afreksflokkur – Professional Pole Fit
1. Sól – 41.5 stig
2. Tinna – 33 stig
3. Lára – 32.5 stig